Erfitt

Já ég sagði erfitt. Ég er komin í ms kast ofan á allt annað. Eins og ég hafi ekki nóg annað að gera en að vera í einhverju slappleika kasti. En mér er svo illt í öllum útlimum núna að ég má varla hreifa mig án þess að finna til. Svo ekki sé minnst á hvað ég er orkulítil. Ég verð móð á því einu að brjóta saman þvottinn. Mér líður eins og aumingja. En þetta verður vonandi fljótt að ganga yfir.

Helena er hress þrátt fyrir þennan ljóta hósta en hún er búin að vera á leikskólanum í rúma viku núna sem er met og gengur það bara vel. Hún er farin að vera mjög dugleg að borða sérstaklega á leikskólanum og hún er búin að minnka mjólkina til muna og búin að færa sig yfir í trópí eða annan djús og svo auðvitað vatnið líka. Reyndar er hún steinsofnuð eftir leikskólann í dag sem þýðir að hún sofnar seint í kvöld en við verðum bar að taka því. Það er engin leið að vekja hana. 

En ég hef þessa færslu stutta núna af því að það er sárt að pikka á lyklaborðið svo adios.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Æææ ekki er það nú gott mál:(  Þú ert alveg ótrúlega dugleg, þú verður að fara vel með þig og hlífa þér eins mikið og þú getur. Gott að heyra að sú stutta sé hress. þau eru ótrúleg í að slá met þessir litlu gullmolar

Guð veri með ykkur.

Batakveðja.

Guðrún Hauksdóttir, 7.5.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Innlitskvitt :) vona að þú hafir það gott :)

Guðrún Hauksdóttir, 8.5.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.