Ekki aftur

Það lítur út fyrir að Helena sé orðin lasin aftur en hún var eitthvað voða slöpp þegar ég sótti hana á leikskólann og mér þótti hún frekar heit og þvöl. Þegar við komum heim byrjaði hún að væla og væla þangað til að hún steinsofnaði. Hún vaknaði ekki einu sinni til að horfa á Dóru og þá er sko eitthvað mikið að. Ég ætla að mæla hana þegar hún vaknar en ég vona svo innilega að þetta sé ekki neitt neitt heldur bara þreyta eftir langan dag.

En á föstudaginn erum við að fara með krakkana á Álfsnes en þá er Kawasaki dagur og verður kennsla fyrir krakka á 65cc og 85cc hjólum. Strákarnir eru orðnir mjög spenntir enda er þetta þeirra aðal áhugamál.

Kawasaki dagurinn PDFPrintNetfang
miðvikudagur, 30 apríl 2008
Eins og fram hefur komið verður haldinn Kawasaki dagur næstkomandi föstudag fyrir eigendur Kawasaki hjóla.  Sérstaklega viljum við hvetja kx 65 og kx 85 eigendur til að mæta þar sem Gary frá Ngage skólanum verður á svæðinu og leiðbeinir krökkunum hvernig skuli taka beygjur, stökk o.fl. Ath. brautin er aðeins opin fyrir Kawasaki hjól.  Boðið verður uppá grillaðar pylsur og svalandi drykki með. Mæting kl. 14:00 á Álfsnesi en grillað verður kl. 18:00. Við hvetjum alla til að koma og gera sér glaðan dag með okkur. Liðsmenn Kawasaki eru sérstaklega beðnir um að koma. ATH! Námskeiðið er frítt.
Reyndar á Andri að keppa á morgun í fótbolti en ég veit ekki hvort að ég fari með hann þar sem að hann fær voða lítið að vera með en ég sé samt til. Þeir eru á æfingu akkúrat núna í þessum skrifuðu orðum svo að ef að æfingin gengur vel þá er aldrei að vita hvað skeður. Það er alger óþarfi að mála skrattann á vegginn fyrirfram.

Við ætluðum að fá fólk í mat og í pottinn í kvöld en vegna veðurs hjá okkur þá er það ekki hægtAngry Ég er orðin nett leið á þessu (fyrirgefið orðbragðið) helvítisroki. En þetta verður búið á morgun vonandi. Ég er að spá í að grilla á innigrillinu okkar á eftir og þá ætla ég að grilla svínakótelettur sem eru kryddlegnar og hafa piparostasósu með slettu að gráðosti og salat með mmmmmmm hvað ég verð svöng á að skrifa þetta hehehe. Ég er búin að vera dugleg að borða oft í dag og eftir æfingu í morgun sem að ég var btw í í 1 1/2 tíma fékk ég mér prótín sjeik og þegar ég kom heim fékk ég mér heilsu brauð og svo er ég búin að borða banana og svo á ég bara eftir að borða kvöldmat. Mér finnst ekkert smá erfitt að borða svona oft en ég skal þá þessum aukakílóum af mér og þessu spiki sem að hangir utan á mér sem að engin þykist sjá nema ég.

En ég ætla að fara að elda á meðan fréttirnar eru svo að ég bið bara að heilsa ykkur kæru lesendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Maður verður nú bara svangur af því að lesa þessa færslu :) mmmmm

Æji litla skottan vona að hún sé eitthvað hressari í dag.....gangi ykkur vel 

 þú ert greinilega mjög dugleg kona Hulda

Knús á þig og skottuna :)

Guðrún Hauksdóttir, 1.5.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Bryndís

Ætli minn gutti komi ekki á Hondunni sinni kl 18 í Álfsnesið á morgun, sjáumst kannski þá 

Bryndís, 1.5.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.