Ohhh hvað þetta verður gaman hjá okkur

Í dag fórum við að tala við prestinn aftur sem ætlar að gifta okkur og þurftum við að segja eitthvað gott um hvert annað sem og eitthvað sem við ekki fílum við hvert annað en  bara í gríni að sjálfsögðu. Baldur var enga stund að svara þessu en ég var aftur á móti svo tóm eitthvað ( skamm Hulda ) en þetta tókst á endanum. Svo vorum við að rifja upp okkar fyrstu kynni líka og vá hvað það var gaman. Og það skemmtilega við þetta er að við erum bara ástfangnari af hvert öðru ef að eitthvað er svo að ég veit að við erum að gera rétt.

Helena er enn og aftur komin með ljótan hósta en ég er að vona að það verði ekki meira en bara hóstinn í henni. Hún er aftur byrjuð á pústinu eftir heila 3 daga í hvíld en pústið er að hjálpa henni svo að svona verður þetta bara að vera. Ég er samt á báðum áttum með hvort að ég eigi nokkuð að vera að láta Ásgeir vita af því að svo er þetta alveg blá saklaust kvef maður veit aldrei. Ég held enn í þá von um að allt fari vel að lokum og innst inni veit ég að svo verði.

Á morgun eru komnir 11 mánuðir síðan Ásta vinkona lést og ég er búin að hugsa til hennar upp á hvern einasta dag síðan. Þetta virðist alltaf vera jafn sár missir en ég veit að þetta verður betra og betra með hverjum deginum. Ég vona svo innilega að krökkunum hennar sem og fjölskyldunni allri líði vel. En þau eiga öll pláss í hjartanu hjá mér.

En ég ætla núna að fara að reyna að gera eitthvað af viti annað en að hanga í tölvunni svo að ég bið að heilsa ykkur kæru lesendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband