23.4.2008 | 09:39
Úfff erfitt
Ég fékk nýtt prógram í gær á æfingu og núna er ég byrjuð aðgera æfingar með höndunum. Strengirnir sem að ég er með núna úfff hvað ég er að drepast. En það sýnir bara að ég sé að taka almenilega á og þannig sér maður árangur. Ég fékk líka matarprógram og omg hvað það er efitt að fylgja því. Eins og í morgunmat í dag mátti ég bara fá 4 msk af haframjöli og nokkrar rúsínur með En ég skalstanda mig í þessu átaki og verða flott í brúðkaupinu.
En í dag er frí frá æfingunum svo að ég næ að slappa af en við erumaðfara að hitta prestinn kl. 14:15 og við ætlum líka að fara að skoða hringa. Já það er sko nóg að gera. Helna er búin að vera hress núna í rúma viku sem er frábært og vonadi verður það þannig áfram.
Á morgun er svo sumardagurinn fyrsti og mikið er ég glöð að sumarið sé að koma. Við ætlum sko að vera duglg að fara með krakkana að hjóla í sumar. Nú er búið aðp setja hjálparadekk á litla hjólið hans Andra svo að Helena getur notað það. Ég verð apjáta það að ég er frekar stressuð að láta hana á krossara en því fyrr sem hún byrjar því betri verður hún. Við munum ekkert leifa henni að hjóla sjálf strax en em tímanum þá getur hún hjólað sjálf.
Alexander er orðinn mjög góður og sérstaklega hraður í beygjum sem er mjög gott. Andri er líka farinn að getað farið sjálfur af stað á sínu hjóli þá svo að það sé dáldið stór fyrir hann en han er duglegur að æfa sig og verður betir og betri.
Athugasemdir
Gleðilegt sumar og gangi ykkur vel :)
Guðrún Hauksdóttir, 24.4.2008 kl. 11:06
Bara að tékka á því hvernig litla snúllan hefði það.... hún er þvílík skott þessi duglega stelpa og ekki ert þú síður dugleg Hulda váá ég dáist af þér :)
Vona að allt gangi vel hjá ykkur.
Guðrún Hauksdóttir, 29.4.2008 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.