Ég veit ég er ekki búin að vera dugleg að skrifa

http://pose.is/viewpic101.php?imageid=62497&id=404&pagei=1&d=&iscomment=

Þetta er hún Harpa vinkona mín eða öllu heldur systir vinkonu minnar og um leið mín og er hún að fara að taka þátt í Hawaiian Troðic keppninni sem er á morgun. hún er ekkert smá flott gella.

Vá ég var búin að skrifaheilan helling og ég náði að eyða því öllu. Ohhh hvað ég get verið pirruð á sjálfri mér. Ég er ekki að nenna að skrifa allt aftur.

En ég var aðalega að skrifa um brúðkaupið um hvað allt er að smella flott saman. Við erum búi að fá kokk til að gera matinn og við erum búin að panta brúðartertuna frá Mosfellsbakaríi ( besta bakarí á landinu ). Svo ætlar hann Jónsi í svörtum fötum að syngja í kirkjunni og pabbi verður veislustjóri. Bróðir hans Baldurs verður svaramaður og Brynjar ætlar að vera bílstjórinn til og frá kirkjunni.

Það er svo gaman þegar þetta virðist allt vera að smella saman. Ég mun senda út boðskortin eftir helgi vonandi og ætlar mamma að hjálpa mér með það.

En ég ræði meira um þetta seinna af því að ég er farin að horfa á Bandið hans Bubba.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.