8.4.2008 | 15:31
Engin útskrift :'(
Ég fór með Helenu upp áspítala á föstudaginn í von um að hún yrði útskrifuð en svo heppnar vorum við ekki. Hún er endalaust lasin með einhverja öndunarfærasjúkdóma og núna er hún komin með eitlabólgu en það tengist víst ekkert hennar sjúkdómi. En að sumu leiti er ég hálf fegin að hún hafi ekki verið útskrifuð af því að ég má bara fara með hana beint upp á spítala ef að ég verð eitthvað smeyk þegar hún er lasin í stað þess ð þurfa að fara í gegnum heimilisleikni eða eitthvað þess háttar.
En hún er ennþá lasin þó svo ð hitinn sé búin að minka helling en hún er enn með mjög ljótan hósta og er það mjög erfitt fyrir hana í hverju hóstakasti sem hún fær. Síðustu 4 nætur eru búnar að vera mjög erfiðar en hún gubbar helling á nóttunni þar sem að það tekur svo á að hósta.
En þetta lagast allt á endanum svo að ég ætla bara að halda í þá von um að hún verði orðin frísk fyrir brúðkaupið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.