Flensudrulla

Jæja þá fann flensan loksins heimilið eða öllu heldur mig eftir mikla leit. Hú hefur greinilega ákveðið að refsa mér all mikið fyrir að hafa verið í felum alla þessa 3 mánuði sem hún er búin að dvelja hér á landi. Ég er búin að vera hálf sofandi í 3 daga og þegar ég er ekki hálf sofandi þá er ég alveg sofandi. Ég ætlaði að fara í 30tugs afmæli á laugardaginn til hennar Millýar vinkonu og Millý innilega til hamingju með afmælið á laugardagin, en nei flensan leifði það sko ekki. En ég náði að fara í VIP partý með Hörpu og Öldu vinkonum mínum á föstudeginum og það var alveg geggjað fjör og ég sé sko ekki eftir því að hafa farið. Takk stelpur fyri að hafa dregið mig út. En höfuðverkurinn er aðeins að byrja að minka svo að vonandi er ég að ná mér aftur. Ég hef engan tíma í einhverja svona veikinda vitleysu. Svo verð ég að fara að komast á æfingu aftur og ná af mér hinum kílóunum sem eftir eru og eru þau all mörg ennþáErrm

En núna er komin 1 apríl og hverju ætli strákarnir að reyna að ljúga að mér núna? Ég hlakka mest til að heyra apríl gabbið í fréttunum.

En mikið væri ég til í að taka þátt í þessum mótmælaáróðri hjá sendi og vörubílstjórum. Það eru örugglega einhverjir smábílabílstjórar þarna inná milli sem eru duglegir að taka þátt í þessu með glöðu geði.

En nú er klukkan orðin ansi mikið svo að ég ætla að rúlla eftir stelpunni á meðan ég er góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband