25.3.2008 | 15:31
Enn og aftur um brúðkaupið
Þá er loksins búið að gera uppkastið fyrir boðskortið og útkoman er frábær. Pabbi gerði svo frábæran texta að hann er búinn að slá öll með.
Annars voru páskarnir bara nokkuð góðir, mikið slappað af og mikið borðað af góðum mat og páskaeggjum. Það er eins gott að fara að standa sig vel í ræktinni eftir þessa ofáts páska.
Ég fór í morgun í ræktina og gekk í 15 mín. og fór svo á tröppu tækið í 15 mín. Síðan tók ég smá hring í tækin og þá aðallega magaæfingar og mjaðmir og svo lærin. Ég er enn pínu löt eftir páskana að ég var engan vegin að nenna að fara á æfingu en ég fór þó þó svo að það hafi bara verið mjög stutt æfing. Ég tek betri æfingu á morgun og verð svo rosalega dugleg eftir það. Ég skal verða það flott að að þurfi að þrengja kjólinn. En nún þarf ég að rjúka út í rokið og skafrenninginn og sækja stelpuna á leikskólann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.