11.3.2008 | 13:50
Bara engar fréttir
Ég hef svo sem ekkert að segja í dag en ég ætla samt að reyna að skrifa eitthvað smá.
Helgin voru bara ágæt. Við fórum í partý á laugardaginn en vorum ekki lengi þar heldur fórum við bara tvö á Áslák í Mosfellsbæ og fengum okkur í tvö glös hvort þar. Við vorum komin heim um þjú leitið. Krakkarnir voru í pössum , strákarnir hjá systur minni og Helena hjá mömmu. Við vöknuðum frekar snemma og sóttum krakkana og fórum svo heim að slappa af enda bæði orðin alveg uppgefin eftir vikuna.
Í gær horfðum við á Idolið og rosalega varð ég svekkt að horfa á eftir litlu svörtu stelpunni, enn sú rödd sem kemur út úr þessum litla búk, mér finnst hún æðislega,hress og lífleg. En hópurinn er góður sem komst í 12 manna úrslit. Það verður gaman að fylgjast með þessu.
Helena er búin að vera á leikskólanum í 5 daga í dag og hefur gengið vel og ég vona svo innilega að framhald verði með það. Það er svo gaman að sækja hana á leikskólann og sjá hana með fasta fléttu báðu megin. Hún er algjört rassgat með þessar fléttur en það er ein stelpa sem er ný sem er svo dugleg að flétta hana alltaf enda bara gaman að greiða henni. Hún er ekkert hársár og er voða dugleg að sitja kjurr þegar verið er að greiða henni.
Ég ætla sko að horfa á Kompás í kvöld. Ég finn ekkert smá til með fjölskyldu þessa litla drengs sem var keyrt á og ekið svo í burtu Ég veit ekki hvað ég mundi gera ef að ég mundi lenda í svona missi og ég ætla rétt að vona að það muni aldrei verða. http://visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Avis=XZ&Dato=20080310&Kategori=NYTT02&Lopenr=80310001&Ref=AR&MaxW=176&NoBorder
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.