Góðar fréttir í dag :o)

Ég fékk góðar fréttir í dag. Baldur hringdi í mig og sagði mér að afpannta veisluþjónustuna af því að við værum komin með kokk sem ætlar að sjá um allt fyrir okkur og við borgum honum ekkert fyrir. Svo erum við búin að fá ljósmyndara til að taka brúðarmyndirnar af okkur og einnig í kirkjunni og veislunni. Ég er svo ánægð hvernig þetta virðist allt vera að smella saman að ég er alveg í skýjunumLoL.

En ég ætla sko að horfa á Bandið hans Bubba á eftir af því að ég var að fá að vita í dag að hann Eyþór frá Dalvík er frændi minn og ég er búin að halda með honum allan tíman og ekki nóg með það heldur var hann með Elmari systursyni mínum í hljómsveit og hann verður þarna í kvöld að horfa á með litla bróður sínum. Ég væri alveg til í að vera með þeim núna en ég verð bara heima með fjölskyldunni að horfa á þetta í imbanumJoyful.

Á morgun erum við að fara í afmæli/innflutningspartý og verða krakkarnir í pössun. Helena verður hjá mömmu og strákarnir hjá systur minni. Ég ætla að reyna að passa mig og verða ekki of full af því að ég bara nenni ekki að vera þunn á sunnudaginn. Svo vil ég ekki hafa mig að fífli heldurBlush

En ég ætla að fara að lesa smá áður en Bandið hans Bubba byrjar svo að ég kveð núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.