6.3.2008 | 16:54
Minna stress í dag heldur en í gær.
Ég fékk að skoða salin í dag og tók myndir af honum fyrir Rebekku af því að hún mun sjá um að skreyta hann og vildi því fá myndir af honum svo að hún gæti fengið hugmndir um hvernig hún mun gera það. Ég tékkaði einnig á því hvort að það væri til nóg af glösum, hnífapörum, diskum og þess háttar og mér til mikils léttis er nóg til af öllu. Ég þarf bara að verða mér út um dúka, seféttur og blómin til að skreyta með og það verður bara gert dagin áður eða sama dag og brúðkaupið verður.
Svo þegar pabbi kemur heim frá Þýskalandi munum við kaupa í bruggið og klára boðkortin af því að við verðum að fara aðsenda þau eftir 3 vikur. Pabbi er svo góður að föndra saman svona boðskort að ég get ekki beðið eftir því að sjá þau þegar þau verða tilbúin. Það er svo stutt í þetta en samt eitthvað svo langt en tíminn bara flýgur áfram þannig að við verðum orðin hjón áður en ég veit af.
Já það er gaman af þessu En ég ætla að fara að elda svo að maturinn verði tilbúin þegar Baldur kemur heim og svo vrður farið snemma að sofa í kvöld svo að ég verði ekki orðin að draug á morgun. Ég er farin að vera svo þreytt alla daga enda í ms kasti og veerð því ofboðslega þreytt fljótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.