Afhveru þarf ég alltaf að vera með þetta endlausa stress!

Ég á eftir að gefa upp öndina ef að ég fer ekki að róa mig niður. Ég er næstum að fara yfirum af stressi út af brúðkaupinu. Á þetta ekki að vera gaman það hélt ég. En nei ég þarf alltaf að gera allt eitthvað svo erfitt. En líklegast erum við búin að redda vetningamálunum þ.e. matnum og brúðartertunni. Við bruggum líklegast rauðvínið og ætlar hann pabbi gamli að sjá um það fyrir okkur, við erum búin að fá manneskju til að sjá um að skreyta salinn fyrir okkur og kannski mun hún sjá um að taka brúðarmyndirnar ( vonandi ). Bróðir minn mun taka myndirnar í veislunni og í kirkjunni og við verðum að reyna að redda einhverjum til að taka myndir líka úr fjölskyldu Baldurs svo að þetta verði ekki bara myndir úr minni fjölskyldu. Ég er búin að velja brúðarvöndinn og ég þarf ekki að pannta hann fyrr en viku fyrir stóra daginn. Þegar ég skrifa þetta niður þá virðist þetta næstum allt vera bara komið. Ég þarf reynda að hafa samband við mannin sem sér um salinn og fá leifi til að skoða hann almenilega upp á að fá hugmynd um hvernig við getum haft hann  o.þ.h.

 En í kvöld er ég að fara í samaklúbb og ætla að reyna að slappa af og ekki veitir af. Annars sýnist mér að það muni vera frekar skök mæting þar sem að nánast allar stelpurnar eru veikar. Ég vona að ég hafi þrek í að mæta þar sm að ég er búin að vera voðalega þreytt undanfarið enda komin í kast sem sýnir sér þannig að ég er sárkvalin á kvöldin með taugaverki í höndum og fótum. Þetta er mjög sárt og pirrandi en ég er að reyna að bíta í jakslinn og harka af mér öðruvísi kemst ég ekki yfir þetta.

En ég verð að fara að drífa mig út að sækja stelpuna á leikskólann svo að lengra hef ég þetta ekki í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.