Ógeðslegt veður

Það er ekkert smá viðbjóðslegt veður úti núna. Svoer ég búin að þurfa að standa út alveg að krókna í hel við að reyna að koma heita pottinum í gang en nei hann er eitthvað voða ósaminnuþýður núna. Það er grenjandi rigning og skíta kuldi. Er þessi vetur ekki að verða búin, þetta er nú alveg orðið gott finnst mér.

En ég fór á æfingu í morgun og gekk í 40 mín fór svo í ljós ogsvo að hitta Helgu vinkonu. Saman fórum við í Kringluna og fengum okkur pizzu sneið og svo ís í eftirrétt. Já þaðvar sko sukkað.En þetta gerum við aldrei svo að eitt skipti skiptir ekki svo miklu máli. Annars er ekkert aðfrétta síðan í gær og ég eit hreinlega ekki afhverju ég er að rita þetta niður. Kannski er þeð bara fyrir ykkur sem hafið ekkert betra að gera heldur en að lesa leiðileg blogg.

En ég er farin að sækja stelpuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.