Smá breyting

Þetta blogg hefur það fram yfir hitt að það er mikið betra og skemmtilegra  að vinna með það. Svo að ég er að hugsa um að skipta bara. Það er bara verst að ég kann ekki að færa allt sem ég var búin að skrifa yfir á þetta svo að ég hef hitt bara opð áfram.

En eins og ég var búin að segja áður þá er ég að fara að gifta mig 19 júlí á þessu ári og er ég bara orðin mjög spennt. En það er neinn stór galli við að gifta sig eða næstum tveir. Það er ógeðslega dýrt sama hvað maður reynir að spara og svo er þetta ekkert smá mikið stress. En ég er alla vega búin að fá kjólinn þannig að ég er laus við það að þurfa að finna hann. hann er ekkert smá flottur og ég get ekki beðið með að sjá framan í Baldur þegar hann sér mig í honum.  Ég er búin að fá skargripina við hann en það eina sem ég á eftir að fá með honum eru undirfötin og skórnir. Svo á bara eftir að redda fötum á kallinn og krakkana og ég vona að ég fari út fyrir brúðkaupið þar sm að allt sem að vantar verði verslað.

En ég ætlaði bara að skrifa smá hér í dag þar sem að ég he nóg að gera en eins og ég sagði áðurþá held ég að ég færi mig bara hingað yfir hér eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.