Færsluflokkur: Bloggar

:o( :'o(

Loksins þegar maður heldur að maður sé að sleppa við veikindin hjá Helenu þá ríkur hún upp í 40 stiga hita afturCrying Ekki nóg með að hún sé lasin þér Andri líka orðinn lasinn og Baldur er að kafna úr kvefi og er drullu slappur en samt fór hann í vinnuna enda alveg nóg að gera.

Helena er með eyrnabólgu en okkur hefur ekkert gengið að gefa henni sýklalyfin. Hún vaknaði í nótt með sára verki í eyranu svo að hún grét og grét greyið og svo pissaði hún örlítið undir líka og ekki hjálpaði það neitt. Hún fer alveg í kerfi þegar slysin gerast. Æji þetta er svo erfitt fyrir hana. En hún getur alveg komið með ákveðinna við mann á daginn þrátt fyrir veikindin en ég reyni eins og ég get að láta ekki eftir henni. En núna var ég að leifa henni að horfa á Latabæ frammi í stofu og vakti það mikla lukku hjá henni. Andri er að setja myndina í fyrir hana enda svo góður stóri bróðirSmile

En ég er að fara að leika mér aðeins á face book svo að ég læt þetta ekki vera lengra í dag.


Ég er komin inn á face book

http://www.new.facebook.com/home.php?ref=home Þetta er ekkert smá gaman. Ég er búin að finna fullt af fólki sem að ég þekki. Ég fann meira að segja æskuvinkonu mína sem ég hef ekki séð í 15-20 ár. Ég er enn að leita að fólki sem að ég þekki en ég þekki bara svo marga að ég verð í margar vikur að finna alla.

En af Helenu er það að frétta að hún er orðin hitalaus en er enn með mjög ljótan hósta. Hún var bókstaflega að kafna í nótt en hún svaf inni í sínu herbergi samt og svaf þar í alla nótt voða dugleg.  En ég ætlaði að fara í bæjarstúss í dag en ég verð að bíða með það þangað til kl. 4 af því að bensínið er orðið svo ógeðslega dýrt að ég tími ekki að fara tvisvar í bæinn. Ég á að fara nefnilega með strákana til Baldurs í dag af því að þeir eru að fara að hjóla. Það á eftir að gleðja þá þvílíkt, þeir eru búnir að vera að suða  og suða í pabba sínum að fara með þá síðan við komum heim frá Orlando.

Ég er agaleg, ég er búin að gleyma að sprauta mig í heila 3 daga. Ég fattaði þetta seint í nótt. Ég verð þá bara að sprauta mig snemma í dag svo að ég gleymi því ekki í fjórða skipið. Ég hef ekki hugmynd um hvort að þetta hafi einhver slæm áhrif eða ekki, ég á samt ekki von á að svo sé. Ég vona bara ekki. Það er eins gott að ég fái ekki sykursýki, ég myndi svo gleyma mér og hvað þá. Ég held að afleiðingarnar séu mun veri heldur en að gleyma að sprauta sig með Copaxon. En skaðinn er skeður og ekkert við því að gera.

Ég er farin að hlakka til að komast í vinnu aftur. Ég vona að Helena verði það góð á þriðjudaginn að hún geti farið á leikskólann. Ég er að fara með hana á mánudaginn að hitta hann Ásgeir og ég get ekki neitað því að ég er alveg að farast úr stressi fyrir þeirri heimsókn. Ég er svo hrædd um að fá ekki góðar fréttir að ég er alveg að fara yfirum. Ég er búin að vera að reyna að fá Baldur með mér og ætlar hann að reyna það en ef að það verður allt crazy í vinnunni þá veit ég ekki hvernig það fer. Helena lítur nefnilega mjög illa út núna. Hún er náföl og eldrauð undir augunum. Ekki alveg útlitið sem að maður vill að barnið sitt hafi en þetta verður vonandi lagað sem fyrst. Ég get alla vega huggað mig á því að þetta er hægt að laga.

En ég er núna að fara að gera eitthað af viti annað en að hanga í tölvunni. Ég er að hlaða inn myndbandi inn á Face book og það tekur svo langann tíma svo að ég get ekkert gert þar núna hvorteðer. See you later alligator.


Komanr nokkrar Orlando myndir inn.

Mér tókst loksins að setja inn nokkrar myndir frá Orlando.

Enn lasin en er öll að koma til

Eftir læknis heimsóknina á mánudaginn byrjaði Helena að slappast meira og meira. Um kvöldið ákvað ég að mæla hana aftur og í ljós kom að hún var komin með 40 stiga hita. Við létum hana sofa á milli okkar um nóttina og það var eins og að vera með hitapoka í rúminu. Þegar við vöknuðum um morguninn mældi ég hana aftur og þá var hún komin niður í 38 stiga hita. Í gærkvöldi mældist hún hitalaus. Ég skil þetta ekki, hvernig er hæg að vera með 40 stiga hita svo nokkrum klst síðar hitalaus. En alla vega þá er þetta bara hið besta mál. Ef að hún ríkur ekkert upp í hita í dag þá myndi ég fara með hana á leikskólann á morgun en ég verðbara að fresta því þar sem að hann verður lokaður á morgun og hinn vegna starfsdags.

Ég fer þá bara að vinna á mánudaginn  í staðinn. Við erum að fara í afmæli á laugardaginn og á ég eftir að kaupa afmælisgjöfina sem ég geri líklegast á morgun eða hinn. Já það er nóg að gera hjá mér á næstunni. Ég verð bara að reyna að fara varlega svo að ég fái nú ekki enn eitt kastið á árinu. Tvö eru mikið meira en nóg finnst mér á einu ári.

En  þetta verður í styttra lagi hjá mér í dag af því að ég ætla að reyna að vera dugleg að halda húsinu fínu áður en Baldur kemur heim þreyttur úr vinnunni. Bless í bili og farið varlega í umferðinni og njótið sólarinnar á meðan hún lætur sjá sig.


Lækanferðin í dag :(

Andri stóð sig mjög vel en það þurfti ekki að frysta sem betur fer heldur var hún skorin af. Núna er stór hola í tánni á honum áááiiiii en hann var rosalega duglegur og fékk hann stórann poka af hlaupi í verðlaun. En ég bað lækninn um að kíkja í eyrun á Helenu sem að hann gerði og í ljós kom að þrátt fyrir rör í báðum eyrum þá er hún með bólgu á hljóðhimnunni v/megin og það grefur í henni. Hitinn er orðinn 38 aftur og vonandi fer hann ekki hækkandi þó so að það mun ekkert koma mér á óvart þar sem að hún er komin með eyrnabólgu. Ég á að reyna að gefa henni sýklalyfið sem að ég á hérna heima og vonandi tekst það en ef ekki þá þarf ég að fara með hana upp á spítala til að fá það í vöðva.

Hún sofnaði í bílnum á leiðinni heim og ég er að vona að hún nái að sofa í góðan tíma af því að ég ætla að reyna að taka aðeins til hérna á meðan.


Smá féttir eftir rólega en góða helgi

Þrátt fyrir veikindi hjá Helenu þá eru helgin búin að vera alveg ágæt. Ég asnaðist í Kringluna á laugardaginn með Helenu með mér sem ég hefði kannski ekki átt að gera en skaðinn er skeður. Hún rauk upp í 39,5 seinni partinn enda sofnaði hún á mjög skykkalegum tíma það kvöldið. Ég og Baldur fórum í smá fjórhjólarúnt þar sem að við enduðum heima hjá Guffu og Stebba. Þar stoppuðum við í um kls. en drifum okkar svo heim þar sem að Helena var orðin svo lasin. Ég var komin upp í rúm með henni um kl. 22:30 og var sofnuð um klst seinna. Nóttin var frekar erfið enda hóstaði Helena þessi heilu ósköp og vorum við því öll frekar þreytt í gær og gerðum við ekki neitt. Helena var svo til hitalaus í allan gærdag fyrir utan einhverjar kommur fyrri partinn. Mamma og pabbi kíktu á okkur með smá bakkelsi eins og ég var búin að tala um í fyrri færslu. þegar við vorum búin að borða kvöldmat sem að fröken Helena borðaði nánast ekkert af frekar en vanalega settumst við fyrir framan imbann og horfðum saman á Dagvaktina sem var mjög fyndin og skemmtileg enda áttum við ekki von á öðru þegar svona frábærir leikarar eins og Jón Gnarr og Pétur eru annars vegar. Ég get ekki beðið eftir næsta þætti. En í dag er Helena nokkuð hress fyrir utan smá kvart í maganum og eyrunum og þá sérstaklega því vinstra. Kannski að ég fái lækninn kíkja á það á eftir líka.

Dagurinn í dag hefði mátt vera bara heima með Helenu en ég þarf að fara með Andra í vörtutöku víst að við misstum af síðasta tíma. Ég er að spá í að fá lækninn til að hlusta Helenu í leiðinni bara svona til að fá að vita hvort að hún sé að skána eitthvað eða hvort að hún sé komin með lungnabólgu eina ferðina enn en ég efast samt um það.

Svo á morgun á Alexander að mæta til augnlæknis til að ath hvort að sjóninni hafi eitthvað farið aftur eða fram. Hann er með einhvern augnsjúkdóm sem veldur flökti á augunum í honum þannig að annað hvort verður það lagað með gleraugum eða vonandi lagast þetta að sjálfu sér. Vonandi hans vegna þarf hann ekki gleraugu af því að krakkar í dag eru grimmir og eru mjög duglegir að stríða og þá er sonur minn ekkert saklaus af því. En við sjáum hvað læknirinn segir um augun í honum á morgun.


Ekki gaman að vera lítil og lasin:(

Helena er reyndar ekkert búin að vera eitthvað voðalega óhress í dag en í gærkvöldi mældist hitinn í henni 39,5 stig og eitthvað í kringum 39 stigin í dag. Það sést langar leiðir að hún sé lasin af því að hún er náföl og eldrauð undir augunum.

Það er svo erfitt að geta ekki tekið allt þetta veikinda vesen frá henni svo að hún verði frísk aftur. En við stjórnum þessu ekki en við getum reynt að hjálpa henni aðeins. T.d núna er hún að perla en það þykir henni voða gaman að gera. Svo komu amma hennar og afi til okkar í dag með bakkelsi með sér okkur til mikillar gleði en þó svo að Helena hafi ekki borðað mikið á meðan þau voru hjá okkur þá borðaði hún heila 3 diska af súrmjólk eftir að þau fóru en þó svo að um mjólkurvöru væri að ræða þá held ég að þetta skaði hana ekki neitt. Það er bara verst að það þýðir ekkert fyrir mig að blanda járnmixtúrunni saman við súrmjólkina af því að mjólk og járn vinna ekki vel saman eða öllu heldur vinna ekki saman.

En ég ætlaði mér bara að koma með smá fréttir af litlu englastelpunni minni. Ég er núna að fara að elda lambahrygg handa famelýunni minni.


Ekkert smá stór. Verið nálagt skjánum.

http://postur.visir.is/Session/58911-2OuuMp83I90u7cRaEdtP/MessagePart/Trash/481-02-B/Massive%20Dead%20Snake.wmv

Ég beið eftir þessu!

Í dag var hringt í mig frá Lansanum og tímanum hennar Helenu flýtt um 2 vikur. Sem sagt þá á hún að mæta núna 29 sept. sem er eftir rúma viku. Ég er drullufegin en samt pínu stressuð af því að núna held ég að ég fái neikvæðar fréttir. Hmmm ég má ekki hugsa svona en þessi hugsun stelst bara til að koma upp í hausinn á manni þegar maður fær svona símhringingu og það á laugadegi.

En ég fór bara með Baldri og Helenu í bæinn í dag en Baldur þurfti aðeins að vinna. Á meðan hann vann þá fórum við Helena í Kringluna þar sem að ég verslaði mér rosalega góða og flotta ryksugu fyrir gjafakortið sem að við fengum í brúðargjöf. Svo verslaði ég rakspíra handa Balla og Latabæ handa Helenu og Andra og Blush handa mérWink að sjálfsögðu.Ég hitti hana Beggu gamla vinkonu mína frá því að ég bjó í Fífuselinu og spjölluðum við aðeins saman enda var ekki annað hægt eftir að hafa ekki hirst í heil 5 ár. Hún var með yngsta guttann sinn og var gaman að sjá hvað hann er orðinn stór og flottur 5 ára gamall snáði. Ég hefði bara viljað hafa meiri tíma til að spjalla við hana en hún var á hraðferð og ég líka. Svona er þetta bara og við verðum bara að sætta okkur við það.

En ég ætla núna að fara að ryksuga með nýju flottu ryksugunni minni svo að ég kveð í bili og ég kem örugglega meðmeira blaður fljótlega.


Orðin lasin

Helena er heima í dag vegna þess að hún er orðin mjög kvefuð og með mjög ljótan hósta. Hún er frekar slöpp og pirruð og hann er mjög stuttur á henni þráðurinn og ekkert má út af bregða án þess að hún fari að háskæla. Andri fer á eftir í vörtutöku 2 og vonandi þá síðustu og ætla ég að fá lækninn til að hlusta Helenu í leiðinni. Ég á pensilinn óhrist til að gefa henni ef ég þarf svo að ég er ekki að hafa neinar áhyggjur af henni þannig lagað séð. Svo á hún að hitta hann Ásgeir eftir 3 vikur og 3 daga.

Alexander kemur heim í dag þannig að friðurinn er úti en ég vona að hann verði góður við Andra og Andri við hann þannig að það verði  engin öskur og læti. Ég tók mér frí í dag svo að ég gæti verið með Helenu heima og líka af því að Andri á að fara til læknis og að Alexander kemur heim í dag. Ég fer að versla þegar Andri er búinn og svo sæki ég Baldur og svo heim að taka allt til af því að á morgun erum við að fara að halda smá afmælisveislu fyrir hana Evu vinkonu okkar. Það eru smá líkur á að mamma og pabbi taki Helenu og verði með hana annað kvöld og aðra nótt svo að hún fái nú smá frið og nái þessari pest úr sér. Ég vona bara að þessi pest verði fljót að fara úr henni og að hún nái sér sem allra fyrst. En ég verð að segja það að hún er ekki með neinn hita alla vega ekki enn sem komið er svo að það er gott merki um að þetta sé bara eitthvað voða vægt og að þetta verði farið á morgun þess vegna.

En svo með slysið sem að ég kom að í gær þá heyrði ég í stráknum sem slasaðist og fékk hann að fara heim eftir skoðun og allt er í lagi nema smá skurður á enninu á honum sem var saumaður saman. Þetta var mjög mikill léttir og er hann mjög heppinn að ekki fór ver miða við að bíllinn hans er gjör ónýtur.

En ég er farin að gera eitthvað svo að við séum ekki að sprengja okkur í kvöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband