18.9.2008 | 14:57
Þaðhlaut að koma að þessu einhvertíman
http://www.visir.is/article/20080918/FRETTIR01/198222902
Ég kom að þessu slysi þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni og ég fór og reyndi mitt besta að aðstoða en hvað gat ég svo sem gert annað en að tala við manninn þangað til að sjúkrabíllinn kom. Ég rendi mitt besta að láta hann ekki missa meðvitund en ég held að það hafa ekki verið miklar líkur á að það' myndi gerast þar sem að hann var hinn hressasti miða við hvað blædi mikið úr honum. Ég vona bara að hann verði alveg 100% á ný eftir þessa óskemmtilegu reynslu. Þetta gerðist út af því að það eru alltaf vörubílar að keyra þarna um meðopinn pall að aftan og grjótið hrinur af þeim se m þýðir það bara að slys verða. Ég hef oft blótað þessum vörubílstjórum fyrir að láta ekki loka pallinum þegar verið er að ferja svona grjót og þess háttar. Þetta er bara ávísun á að slysin gerast.
ÞETTA ER TIL ALLRA VÖRUBÍLSTJÓRA, LOKIÐ PÖLLUNUM YKKAR TIL AÐ FYRIRBYGGJA AÐ SLYSIN VERÐI EKKI. ÞETTA ER STÓRHÆTTULEGT OG ÞETTA SKEMMIR AÐRA BÍLA LÍKA. HUGSIÐNÚ UM AÐRA EN SJÁLFA YKKUR OG GERIÐ EITTHVAÐ Í YKKAR MÁLUM.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 18:28
Tómlegt en friðsælt
Alexander fór í ferðalagt að Reykjum á mánudaginn með skólanum og það er búinn að vera heilmikill friður á þessu heimili síðan. Ekki misskilja mig ég drullu sakna hans en það eru engir strákar til að rífast núna. En Andri og Helena geta alveg hækkað róminn við hvert annað en langt frá því eins mikið og Alexander og Andri þegar þeir eru saman.
Auðvitað var keypt pizza í fyrradag að óskum Andra og er hann búinn að sofa í rúminu hans Alexanders síðan hann fór. Andri saknar hans mjög mikið enda er Alexander átrúnaðargoðið hans þó svo að hann sýni það aldrei. Æji þeir eru bara ekta bræður held ég, ég er viss um að þetta sé mjög algengt.
En eftir að Helena byrjaði á soja mjólkinni og hætti að drekka nýmjólk þá er hún bara alveg hætt að biðja um hana og er því farin að borða aðeins betur. Ég vona bara að þetta hjálpi henni að ná sér upp í blóðinu. Hún er vön að vakna á nóttunni ennþá en núna síðustu nótt svaf hún frá 7:45-7:45 í morgun fyrir utan það að hún rétt rumskaði þegar ég kom heim úr saumaklúbb í gærkvöldi en þá bað hún bara um vatn að drekka. Ég vona bara að þetta sé merki um það að hún borði mikið betur og að járnið hækki hjá henni og að heilsan hjá henni fari að lagast. En núna eru rúmar 3 vikur í að ég fái niðurstöðuna úr blóðprufunni. Ég er kvíðin en samt spennt af því að ég á von á góðum fréttum og ég ætla ég mér að leifa mér það að trúa því besta.
En ég er farin að halda áfram að elda mitt æðislega góða gúllas svo að ég bið bara að heilsa í bili.
Eigið þið gott kvöld fyri framan imbann eða nú með góða bók eða tölvuna fyrir framan ykkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 20:00
Klukk er ekki komin tími á mig!
Er ekki komin tími á að ég klukka!
Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina
Verslunnin Stína fína
Elliheimilið Grund
Sjoppu
Sprautun.is
Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á
Flestar stórslysamyndir
Flestar myndir tengda geimnum
Father og the bigth 1 og 2
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Akranes
Fífusel
Grafarvogi á 3 stöðum
Kjalarnes
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
Friends
Nágrannar
House
Jeriko
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium
Maiorka
Florida
Spánn
Italia
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
Saumaklúbbssíðuna mína Partýkríli
Fernt sem ég held upp á matarkyns
Grillaðar svínalundir
Kjúkklingur
Gæs að hætti Huldu
Grillaðar nauðalundir
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
Ísfólkið
Ísfólkið
Ísfólkið
Ísfólkið
Fjórir bloggara sem ég klukka
Guðrún
Bryndís
Þórunn
Erna Sif
og ég verð að bæta Róslin við af því að ég les allar þessar færslur daglega En ég sakna hennar í fríinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 19:37
Guð minn góður, ég er í rusli eftir að hafa lesið þetta
Þetta er ekki fyrir viðkvæma svo að búið ykkur vel undir það að lesa þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 01:27
Duglega stelpurófan mín
Helena er búin að vera svo dugleg í dag. Þegar ég sótti hana á leikskólann kallaði fóstran á mig og sagði mér frá því að í morgun borðaði Helena heila ristabrauðsneið sem er mjög mikið miða við hversu lítið hún hefur borðað hingað til og svo í hádeginu borðaði hún lifur og tvær kartöflur með baunum og sósu. Þetta er ákkurat það sem að hún þarf að fá vegna þess hversu lág hún er í blóði. Þú færð ekki blóðríkari fæðu en lifur og verð ég að fara að hafa svoleiðis fyrir hana víst að hún vilji hana. Strákarnir sögðu bara ojjjjjj þegar ég sagði þeim hvað hún væri búin að vera dugleg að borða lifur en ég þaggaði fljótt niðrí þeim svo að Helena myndi ekki heyra þá tala svona svo að hún myndi ekki fara að fúlsa við þessu líka.
Krakkarnir fóru öll í klippingu í dag og finnst mér Alexander ekkert smá töff núna. Hann er með smá hanakamb og með toppinn aðeins síðan og bara rosalega flott klipptur. Andri vildi bara venjulega klippingu en hann vildi alltaf vera voða töff en ekki núna ég bara skil það ekki en ég vildi leifa þeim að ráða svona einu sinni. Helena var bara rétt snyrt af því að hún er með svo sítt og fallegt hár. Bára sem klippti þau lagaði toppinn á henni og rétt særði hárið og jafnaði það og hún er enn voða sæt eins og alltaf
Ég fór aðeins að vinna í morgun og tókum við Andri með okkur af því að hann þurfti svo að fara til læknis til að láta taka vörtu sem að hann fékk undir tána og var hann rosalega duglegur og grét ekki neitt heldur harkaði hann þetta bara af sér og fór meira að segja að hlæja í eitt skiptið. Þegar við vorum búin hjá lækninum fórum við upp í Kringlu af því að giftingahringurinn minn er gallaður og þarf ég að láta laga hann. eftir það fórum við aftur upp í vinnu en þar sem að ekki gafst tími til að vinna þá drifum við okkur heim til að sækja Helenu og Alexander. Eftir klippinguna fórum við til ömmu eða langömmu krakkana með krem sem að ég keypti úti handa henni og varð hún voða glöð að sjá okkur. Eftir það fórum við að sækja Baldur í vinnuna og þá fórum við að vesenast í kringum hjólið hans og svo fórum við að hitta frænda Gísla G en hann er að fara að keppa úti í Noregi í torfæru seinna í mánuðinum. Svo fórum við í búð að versla meiri soja mjólk handa Helenu en hún er alveg hætt að fá venjulega kúa mjólk út af blóðleysinu. Mér finnst alveg ótrúlegt hversu vel það gengur að koma ofan í hana soja mjólkinni þar sem að hún bragðast svo allt öðruvísi en þessi venjulega mjólk en ég er mjög ánægð með það líka.
En jæja ég ætla að hætta þessu rausi í mér í kvöld og klára úr bailis glasinu og fara svo bara inn í rúm að lesa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 19:38
Hvernig getur fólk verið svona ógeðslegt!
http://www.visir.is/article/20080908/FRETTIR02/151407600
Barnið er ekki nema 8 daga gamalt og getur ekkert varið sig. Úffffff hrollur.
Svo finnst mér orðið allt of mikið um að ættingjar eða foreldrar séu að misnota börn. Þetta er bæði mjög algengt hér á landi og annarstaðar. Eins og einhver kona í Bandaríkjunum setti mánaða gamla dóttur sína í örbylgjuofninn og Guð má vita hvað henni stóð til með að gera það. Ég skil ekki hvernig fólk getur gert öðru fólki mein með svona ofbeldi. Ég sjálf á erfitt með að þrífa sár á börnunum mínum hvað þá að beita þeim ofbeldi.
Heimurinn er svo grimmur og mér er alveg sama þó svo að einhver sé ekki sammála mér með það, þetta er er mín skoðun.
En að öðru þá fór ég að hitta heimilislækni í dag út af maganum á mér og í ljós er komið að ég er með magabólgur og er því komin á einhver magasýru lyf til að laga þetta. Ég vona bara að ógleðin hætti og að ég geti byrjað að borða aftur. Ég fór að vinna í dag með Baldri og gekk það ágætlega. Ég er reyndar alveg dauð í bakinu en ég lifi það af.
En ég ætla að láta þetta væl duga í dag og ég kem kannski með meira væl á morgun en ég vona að það verði skemmtilegra væl þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2008 | 19:57
Gat varla verið auðveldara.
Eins og ég hef talað um áður þá hef ég ekki verið nett voðalega sátt við lækninn minn. Ég fór til hennar í dag og ætlaði voleiðis að koma með ræðuna um hvað ég væri ósátt við hana og blablabla. Þá segir hún að fyrra bragði að hún væri að fara í 6 mánaða leifi og að ég þyrfti að finna mér einhvern annan lækni á meðan sem að ég er búin að gera. Ég á að hitta þennan nýja lækni í nóvember og vonandi mun mér líka betur við hann. En ég á að byrja aftur á Copaxson og líka á Lyrika sem að ég hætti á út af bjúg sem er svo líklegast ekki eftir allt saman út af þessum lyfjum. En ég veit það alla vega núna og get þá byrjað aftur að taka þau án þess að vera eitthvað hrædd við þessa aukaverkanir.
Helena hitti Ásgeir í morgun og var hann mjög sáttur á að já hversu vel hún lítur út núna, heilbrigð og fín. Hann sendi hana í STÓRU blóðprufuna aftur og tóku þær úr henni svo mikið blóð að þær náðu að fylla 10 lítil glös. Mér fannst alveg ótrúlegt að Helena hafi getað staðið uppi eftir allt þetta en hún er svo dugleg að hún grét ekki einu sinni á meðan verið var að stinga hana. Ég er svo stolt af henni.
Ég er sko líka ánægð með hvað strákarnir eru að taka við sér og þá er ég að tala um í sambandi við skólann. Í dag þegar þeir komu heim byrjuðu þeir bara strax á því að læra og lærðu mun meira heldur en þeim var sett fyrir. Þeir vilja sko ekki vera eitthvað eftir á eftir að hafa byrjað 1/ 2 mánuði of seint í skólanum.
Ég á að fara til heimilislæknis á morgun út af maganum á mér en listin er alls ekki komin enn og ég má varla sjá mat þá missi ég alla matarlist. Ég þoli ekki að vera svona enda finn ég endalaust fyrir hungri en get ekkert borðað. Ég reyni samt að pína mig til að gera það en það gengur svona upp og ofan. Ég hef samt ekki lést neitt meira síðan ég kom heim sem segir mér að það fer alla vega eitthvað ofan í mig.
En ég er farin að horfa á Vini og slappa af fyrir framan imbann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2008 | 17:55
Komin heim eftir frábæra ferð!
Eða hvað. Ég var veik frá því daginn áður en við lögðum í hann og er það enn Ég er búin að léttast um tæp 6 kíló sem ég að vísu mátti svo sem alveg við en kílóin fóru allt of hratt og ég verð að leita mér læknis við fyrsta tækifæri. Þetta var bara út af upp og niðurgangi en ég reyndi eins og ég gat að láta þetta ekki stoppa það að ég myndi skemmta mér eins og ég gat. Við gerðum alveg helling eins og t.d að fara í Sea World og Universial studio og þar var alveg rosalega gaman í báðum görðunum en þá sérstaklega í Universial studio . Þar fórum við í alveg nýtt tæki sem heitir The Simsons ride en þá vorum við hálfpartinn í teiknimyndinni og tókum alveg þátt. Okkur leið eins og við værum í rússíbana en vorum það
ekki og þegar við vorum að detta niður foss þá var það ekkert smá raunverulegt. Þetta var rosalega gaman. Svo fórum við í Reaturn of the mummy og þá fundum við alveg geggjaðan hita þegar eldurinn átti að vera að koma til okkar og svo fengum við vatnsgusuna framan í okkur þegar við komum nálagt vatni. Þetta var einhverskonar 4 d tæki eins og næstum öll tækin sem að við fórum í þarna.
Í sea Worlad sáum við hvalinn Shamu gera alls konar listir og það var mjög gaman að sjá en svo fórum við að sjá höfrunga og einhverja aðra fisktegund sem að ég man ekki hvað heitir og það var geggjað. Þar blotnuðum við svo sannarlega þegar þeir skvettu á okkur vatninu og var það æðislegt að fá það yfir okkur út af hitanum sem var þarna.
Í þessa tvo garða eyddum við heilum tveimur dögum og ekki veitti af enda náðum við ekki helmingnum af því sem að okkur langaði að prófa. Svo var áttulega fellibylur alltaf alveg í nágreni við svæðið sem að við vorum á svo að það kom nánast alla dagana hellirigning seinnipartinn en oftast var sól fyrripartinn þannig að við erum voða brún og sæt núna eða þ.e. ég og Andri alla vega. Svo vorum við Baldur greinilega voða góð á bragðið þar sem að Morgító og Vespurnar gerðu ekkert annað en að narta í okkur En við lifum það af.
Matarskammtarnir eru ekkert smá STÓRIR þarna í USA landinu, úfff ég átti bara erfitt með að borða matinn bara út af skammta stærðinni. Ekkert skrítið hvað margir Ameríkanar eru breiðir um sig en alls ekki allir samt.
Við heimsóttum hana Auði frænku og manninn hennar og strákana Gabríel og Sigmann og fannst mér voða gaman að sjá þau öll aftur enda eru 10 ár síðan ég hitti þau síðast. Þau ætla að koma í heimsókn um jólin þegar þau koma hingað heim og hlakka ég var rosalega til þess. Við gistum eina nótt heima hjá þeim enda um nóg að tala og gaman fyrir strákana að hittast og kynnast. Þeir fóru að veiða froska um nóttina enda ekkert smá mikið af þeim þarna og skemmtu þeir sér mjög mikið við það.
Við versluðum alveg helling á krakkana þarna úti enda veitti ekki af og eitthvað smá á mig en Baldur verslaði eiginlega ekkert handa sér enda var ég mjög svekkt með það en hann gerir það næst þegar við förum út en við ætlum a'ð reyna að hafa þetta árlegan viðburð hér eftir. Það var aðeins eitt sem að okkur vantaði og það var hún Helena okkar en hún kemur með næst. Hefði hún frið með okkur núna hefði ég ekki getað prófað öll þessi tæki sem að ég fór í. Þetta var ágætis frí frá henni en aðeins of langt. Íbúðin er æðislegt og var allt í henni sem að við þurftum eins og t.d. þvottavél, þurrkari, ofn og eldavél, örbylgjuofn, DVD spilari, play station 2 tölva, internet, sundlaug, heitur pottur og nefndu það það var allt til alls. Ef að einhver vill leigja þessa íbúð þá er nóg að fara inn á linkinn hér til hliðar og þar er hægt að panta og ganga frá öllu.
En jæja þá er ég búin að skrifa nóg í bili. Ég ætla að reyna að setja inn myndir frá ferðinni hér inn í albúmið en ég veit ekki hvortað ég geti það þannig að það mun bar koma í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 21:50
Þá er að ljóstra upp leyndarmálinu
Ég veit ekki hvað oft mér er búið að langa til að segja frá þessu en ég varð að bíta fast í tunguna og þegja í þetta þetta skiptið svo að ég myndi ekki skemma neitt. Leynarmálið er að við erum komin til Orlando og ástæ'ðan fyrir því að þetta var leyndó var sú að tengdó og bróðir hans Baldurs ásamt fjöslkyldu eru í íbúðinni við hliðina á okkur og við baunkuðum svo baradaginn eftir að við komum við hjá þeim óvænt voða gaman. Svipurinn á þeim var alveg stórkostlegur.
En ég á eftir að skrifa mikið meira en ég er farin út í sund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2008 | 15:05
Svo ánægð með minn mann!
Alexander lenti í 10 sætiaf 15 á Sauðárkróki. Hann stóð sig svo vel að ég er að rifna úr stolti. Fyrsta mótóið gekk frekar brösuglega hjá honum og lenti hann í síðasta sæti og hann varð mjög ósáttur við það og sýndi það svo sannarlega í því seinna. Sá keyrði hratt og örugglega, hann tók fram úr eins og ekkert væri og var eitthvað svo öruggur að það var frábært að sjá hann.
Svo lenti Aron í 2 sæti í sínum flokk sem er mjög gott líka en hann er kennarinn sem að Alexander er búinn að vera hjá. Svo mun hann fara til hans Jóa Bærings í framtíðinni og var hjá honum á fimmtudaginn. Hann er búinn að læra helling í sumar og við ætlum að láta hann á námskeið aftur næsta sumar og vonum við að Jói kenni honum meira. Hann er mjög góður kennari enda frændi hans þannig að Alexander horfir mjög mikið upp til hans.
En ég ætla núna að setjast niður og reyna að slappa af svo að ég verði einhver tíman góð aftur í fótunum. Ég er mjög bólgin ennþá þrátt fyrir að vera búin að vera í sérstökum bjúgsokkum síðan á miðvikudaginn. En ég kveð núna og lofa því í leiðinni að koma ekki aftur með eitthvert pólitískt rugl inn á þessa síðu aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)