20.10.2009 | 06:46
Veikindin loksins búin ( vonandi )
Ótrúlegt en satt þá var Helena bara lasin í rúma viku, Andri í 4 daga, Baldur í 5 daga en Alexander lenti verst í þessu og var veikur í 2 og 1/2 viku. Ég virðist enn ætla að sleppa langbest 7,9,13. Enn ég slepp ekki alveg samt sem áður. Ég fékk kannski ekki flensuna en ég þurfti að fara til tannsa í gær og omg hvað ég er bólgin í framan í dag. Ég vaknaði við þvílíka verki í munninum og þegar ég fór og kíkti í spegilinn þá fékk ég vægt til orða tekið nett sjokk. Ég lít út fyrir að hafa verið kýld ég er svo bólgin í framan það þurfti nefnilega að tannróta fylla hjá mér. Þetta er rosalegt finnst mér. Baldur sér auðvitað ekki neitt en ég sé þetta og þá finnst mér mjög skrítið ef að aðrir taka ekki eftir þessu. Ennnn þetta lagast einhvertímann ( sem fyrst samt takk ).
Ég táraðist í gær þegar ég heyrði þessa sorglegu frétt af stelpunni sem að lést út frá Svínaflensunni í fyrradag. Ég er búin að segja það margoft en enginn viljað hlusta að þetta er mikið alvarlegra en venjuleg flensa og þess vegna er ég búin að vera að stressa mig svona út af henni. En sem betur fer slapp Helena vel ennþá alla vega. Ég var líka búin að heyra það að þó svo að hún sé búin að fá hana þá getur hún fengið hana aftur þegar flensan stökkbreytist.En ég ætla mér að vona að það gerist ekki.
Mikið er kuldinn búinn að fara illa í mig. Ég er að frjósa allan daginn gjörsamlega. Æji hvað það væri nú gott að búa einhverstaðar sem er ekki svona kalt. Það er ekki bara kalt veðurfarslega séð heldur pólitískt líka. Það er búið að skrifa undir Icesafe samninginn sem þýðir að börnin okkar þurfa að gjalda fyrir það sem að einhverjir peningagráðugir aular gerðu. Það er algjör skömm af þessu og það á að henda þessari ríkisstjórn úr landi.
Neikvæð færsla í dag ég veit en ég get ekki vaknað alla daga í góðu skapi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2009 | 16:31
Það er engin lognmolla á þessu heimili!
Veikindi eftir veikindi á öllum á heimilinu. Fyrst veiktist Alexander og er hann með einkenni ennþá sem eru ljótur hósti og höfuðverkur, svo veiktist Baldur og lagðist þetta illa á hann í 1 og 1/2 dag og svo bara vægt, svo veiktist Andri en varð aldrei mjög slæmur, síðan veiktist Helena þegar hún var í " pössun/ láni " hjá ömmu sinni og afa og endaði hún uppi á BSH. Í dag er ég að rjúka upp í hita og með höfuðverk og pínu beinverki en ekki mikla samt. Ég vona að ég sé ekki með A H1N1 eins og allir hinir á heimilinu þó svo að ég haldi að ég sleppi ekki. Kannski er ég með einhver mótefni við henni og þess vegna er ég ekki slæm og ég er þá bara með þessa venjulegu haust flensu. Það má alla vega vona það.
Nýr fjölskyldu meðlimur bættist við fjölskylduna um helgina. Út af því að krakkarnir eru búin að vera svo lasin og það er ekki gaman þá fórum við og versluðum einn páfagauk / Gára handa þeim. Hún er blá og hvít og alveg ofboðslega falleg 4 mánaða ungi. Baldur nefndi hana Skvísu sem passar bara nokkuð vel við hana. En við sögðum krökkunum að þau skyldu fá að þrífa búrið hennar og fara oftar út að labba oftar með hana Snotru líka.
Nóg er að gera í vinnunni hjá Baldri og er hann búinn að vera að vinna þrátt fyrir veikindin en hann er búinn að mæta kl. 6 á hverjum morgni í veikindunum og hætta kl. 8 svo að hann smiti ekki restina af mönnunum sem að vinna hjá honum. Ekki veit ég hversu gott það er fyrir hann að vera að vinna svona lasinn en hann hlýtur að finna það best sjálfur og finna sín takmörk. Ég vildi bara óska að hann mætti vera veikur í friði án þess að þurfa að mæta í vinnu alla daga út af því að vinnu aflið er ekki að gera það sem að það á að gera nema bara þegar hann er við. En það eru komin helgi og vonandi getur hann eitthvað hvílt sig þá.
En ég er farin í bili og ég reyni að vera duglegri að skrifa einhverja vitlausu sem er þá eitthvað af viti samt .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2009 | 21:13
Húsið stendur enn og enginn slasaður hér!
Eins og veðrið er búið að vera svakalegt í dag áttu margir von á því að húsið okkar myndi fjúka og eða skemmast allsvakalega. En svo gerðist sem betur fer ekki og stendur það enn á grunninum þó svo að marghefur skemmst. Bæði hliðið á milli hússins og bílskúrsins brotnaði eða klofnaði og svo brotnaði hliðið á pallinum líka. Lokið á pottinum fauk næstum af en hellurnar sem við höfum á því svo að það fjúki ekki hreinlega fuku af. En við náðum að redda því sem betur fer. En það fuku þakplötur af húsum hér á kjalarnesinu og í Kjós en engin slys urðu á fólki sem betur fer.
Ég fór norður á Akureyri um síðustu helgi ásamt krökkunum en Baldur þurfti að vera heima að vinna enda búið að vera alveg brjálað að gera sem betur fer kannski. Helena fékk að prófa að fara í fimmleika með Evu frænku sinni og þóttu-i henni það svo gaman að hún tilkynnti pabba sínum það þegar við komum heim að hún ætlaði að fara aftur í fimmleika. Ég er búin að vera að ath. hvort að við getum fengið einhver styrk frá félagi langveikra barna svo að við getum látið þennan draum hennar rætast og vonandi fáum við jákvætt svar.
En talandi um Helenu þá er ég orðin mjög smeyk með hana núna. Þannig er að hann Alexander er búinn að vera sárlasinn núna í 3 daga með háan hita, beinverki, höfuðverk og ógleði og ég er drullu hrædd um hana Helenu ef að þetta skyldi vera H1N1 flensan eða svínaflensan. Ég var nefnilega að heyra það að smitið berst á milli manna áður en einkennin koma í ljós. Hún fékk nefnilega bréf í póstinn um daginn um það að hún fengi bólusetningu um leið og hún kemur sem alltaf er verið að fresta. En vonandi sleppur hún við að smitast þó svo að ég geti ekki verið neitt rosalega bjartsýn á það en ég reyni.
En jæja ég ætla núna að fara að leggjast með hana Helenu fyrir framan sjónvarpið og horfa í smá stund og svo fara að sofa. Góða nótt kæru lesendur og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)