Jæja komin aftur

Nóg er búið að gerast síðan síðast þó svo að ég kannski nenni ekki að skrifa um það allt hér. Í stuttu máli þá varð hann Andri Snær lasinn eftir að Helena fór í aðgerðina og var hann því frá skóla í tæpa viku. Hann fékk einhvern vírus sem ollu ljótum útbrotum um allan líkamann og smá hita, en það er sem betur fer búið. Baldur vinnur alla daga eins og skeppna og má hann varla hafa fyrir því að sofa. Hann fer í vinnuna kl. 6 á hverjum morgni og vinnur oft langt fram á kvöld.

Andra gengur bara mjög vel í skólanum og vá hvað barnið skrifar vel. Hann skrifar betur en ég þegar ég vanda migJoyful Alexander tekur virkan þátt í félagslífinu í skólanum og er orðinn duglegri að læra heima líka. Litli strákurinn minn er loksins að sjá við sér og skilja að án þess að læra kemst hann ekki langt í lífinu í dag.

Um helgina keppir hann á Langasandi í motocross og verður spennandi að sjá hann hjóla þar. Það er ekkert grín að keppa í sandi og hvað þá sandi eins og er á Langasandi. Mamma ætlar að vera með Andra og Helenu á meðan af því að fyrir það fyrsta þá er mjög erfitt að vera með Helenu á keppnum og svo langar Andra ekkert með nema að hann fái líka að hjóla sem er svo sem skiljanlegt.

Í gærkvöldi fann ég að ég var að bólgna í hálsinum og í morgun eða öllu heldur áðan vaknaði ég bókstaflega með rófu í hálsinum. Þetta er stór ástæða þess að eg þoli ekki veturinn. Ég verð alltaf svo gjörn á að fá slæma hálsbólgu og það er ekki eðlilegt. Ég get sagt ykkur það að rófa er full stór biti að kyngja og svo er nefið á mér svo stíflað og Gullfoss lekur úr því um leið. Ekki skemmtilegt en ég lifi þetta kvef af eins og öll hin sem hafa ráðist að mér.

En jæja ég er að spá í að fá mér kannski annan tebolla áður en ég vek börnin svo að þetta fær að duga í dag. See you later.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband