Aðgerðadagurinn hjá Helenu

Jæja þá er komið að því. Aðgerðin er í dag kl. 10 og þarf hún að vera fastandi þannig að ég ætlaði að leifa henni að sofa sem lengst en nei strárnir náðu að vekja hana. Núna er hún að horfa á barnatímann á s2+ bara til að eyða tímanum. Við leggjum svo af stað um kl. 9 þannig að plísinn er að gera mjög gott núna. Ég vaknaði kl. 7 í morgun og rak Alexander í bað og ég fékk mér eitthvað smá að borða áður en Helena vaknaði þannig að það er bara allt að verða tilbúið fyrir aðgerðina. Helena er komin í föt og svona þannig að ég á bara eftir að greiða henni og dusta í henni tennurnar og svo förum við. Hún veit af því að hún sé að fara í aðgerð og hún veit að hún á að fara að lulla á meðan læknirinn lagar eyrað á henni. Mér finnst ekki rétt að tala ekki um hlutina við hana. Þetta verður alltaf í minni hennar er ég viss um. Ég man t.d. eftir því þegar ég fór á spítalann að sækja ömmu en var svo veik að ég var lögð inn og teknir voru úr mér hálskirtlarnir. Þá var ég bara 4 ára. Skrítið hvað svona hlutir leggjast á minnið. En þetta er mikil minning að fara á spítala og í aðgerð og svona. 

En á laugardaginn gerði ég heldur betur góð kaup. Ég fór í höllina á fatamarkaðinn sem var þar og fékk föt á mig. Helenu og Andra fyrir lítinn pening. Ég fékk mjög hlýja og flotta úlpu á hann Andra sem hefði átt að kosta eitthvað um 10,000 kallinn en ég fékk hana á 5000 rúmar. Núna er búið að loka þessum arkaði en hann kemur aftur í nóvember og þá fór ég að versla aftur á Baldur og hann Alexander. Maður á að nýta sér svona í kreppunni.

En jæja ég ætla að fara að klára að hafa okkur til. Ég kem með fréttir af henni þegar við komum heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.