Stór dagur í gær og svo aftur núna

Í gær kepptu báðir strákarnir í motocross og lenti Andri snær í 4 sæti í 65cc af 15 og Alexander lenti í 1 sæti í 85cc er ekki alveg viss um hvað voru margir að keppa í hans flokk en það voru margir. Svo er það skemmtilega við þetta að vinirnir lentu á palli saman og tóku 1 og 2 sætið. Þetta var svona krakkamót þannig að 3 bestu sem eru að keppa til íslandmeistara máttu ekki vera með en það mátti hann Alexander gera og skemmti hann sér mjög vel.

Eftir þetta fórum við í mat til hennar Fjólu og vá hvað ég borðaði yfir mig. Maturinn var bara svo góður. Svo fengum við súkkulaði köku í eftirrétt og ís mmmmm þetta var æðislega gott. Helena naut sín alveg þar sem að hún fékk svo mikla athygli og svo fóru krakkarnir með hana út á róló voða gaman á meðan við fullorðna fólkið slöppuðum af  inni eftir matinn. Takk Fjóla fyrir frábæra kvöldstund.

Í dag erum við mæðgur að fara að hitta hann Ásgeir okkar. Ég vona að hún verði útskrifuð núna en ég held að hann vilji senda hana aftur í blóðprufu svo að við ætlum okkur bara að skreppa upp á leikstofu á meðan deyfiplásturinn er að virka. Hún verður alla vega viktuð eins og alltaf og skoðuð. Ég ætla að biðja hann um að kíkja á fótinn á henni. Hún kvartar alltaf á hverjum morgni um að henni sé svo illt og að henni finnist vont að labba. Ég hef alltaf get lítið úr þessu en í gærkvöldi vaknaði hún út af verk í fætinum.  En ég mun láta hann alla vega kíkja á þetta í dag. Þetta þarf ekkert að vera alvarlegt neitt. Kannski vaxtarverkir en samt skrítið að þeir skuli bara vera í öðrum fætinum en ekki hinum. Svo getur þetta bara verið ekki neitt. Þetta kemur alt í ljós í dag.

Ég kem með fréttir ef að þær verða einhverjar þegar við komum heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband